SpaceRail hjólarekki
SpaceRail hjólarekki
Gat ekki hlaðað inn afhendingarmöguleika
Hjólarekki drauma þinna, því bílskúrinn / geymslan / húsfélagið þitt á það besta skilið! Hægt er að panta fjögurra hjóla eða átta hjóla rekka frá okkur og svo er alltaf hægt að panta fleiri hjólarekka og tengja við þá sem eru fyrir eftir því sem að hjólaflotinn vex (n+1). Hjólin eru hengd upp á krók sem hægt er að hreyfa til hliðar þegar þyngd hvílir á honum, einnig er hægt að snúa hjólinu í 360° svo það sé hægt að koma fleiri hjólum fyrir. Við hjá Ofsa mælum persónulega með að taka rekka sem er aðeins lengri en fjöldi hjóla sem er gefinn upp til að það sé þægilegra að færa hjól til hliðar og grípa eitthvað tiltekið hjól. Einnig er hægt að kaupa allskonar aukahluti með rekkunum, eins og pedala sokka til að koma í veg fyrir að pedalar rekist í önnur hjól, hillu fyrir hleðslutæki og vegg akkeri til að læsa hjólinu þínu við.











Virkni

Eiginleikar
- Krókar sem læsast sjálfkrafa þegar það er ekki þyngd á þeim
- Auðvelt að kaupa framlengingu við rekkana ef þú vilt geyma fleiri hjól
- Tengistykki fylgir með fyrir framtíðar framlengingu
- Auðvelt í uppsetningu
- Ræður við rafmagnshjól
- Hægt að raða hjólum þétt upp að hvorum öðrum ef þú vilt læsa þeim saman
- Geymir hjól með allt að 3" breiðum dekkjum
- Hægt að kaupa breytistykki sér til að ráða við breiðari dekk en 3"
- 5 ára ábyrgð

Auka upplýsingar
- Hjólarekkinn festist beint við viðeigandi loft eða vegg
- Það er á ábyrgð kaupandans að tryggja að loft eða veggur ráði við þyngdina sem hann á að bera
- Það er hægt að panta varahluti ef eitthvað bilar eða skemmist
- Hver hjólarekki (4 hjól) er 114 cm langur og ræður við allt að 100 kg
- Hægt er að kaupa framlengingar til að gera hjólarekkann lengri
- Hver krókur ræður við allt að 30 kg
- Hjólarekkinn er búinn til úr ryðfríu stáli
- Best er að staðsetja hjólarekkann 600-700 mm frá vegg
- Hægt er að bæta við margar framlengingar ef að burður í vegg eða lofti leyfir
Uppsetning

Stashed hleðslustöð fyrir rafmagnshjól






Stashed pedala sokkar







Tvöfaldur krókur





