Hjólarekki drauma þinna, því bílskúrinn / geymslan / húsfélagið þitt á það besta skilið! Hægt er að panta fjögurra hjóla eða átta hjóla rekka frá okkur og svo er alltaf hægt að panta fleiri hjólarekka og tengja við þá sem eru fyrir eftir því sem að hjólaflotinn vex (n+1). Hjólin eru hengd upp á krók sem hægt er að hreyfa til hliðar þegar þyngd hvílir á honum, einnig er hægt að snúa hjólinu í 360° svo það sé hægt að koma fleiri hjólum fyrir. Við hjá Ofsa mælum persónulega með að taka rekka sem er aðeins lengri en fjöldi hjóla sem er gefinn upp til að það sé þægilegra að færa hjól til hliðar og grípa eitthvað tiltekið hjól. Einnig er hægt að kaupa allskonar aukahluti með rekkunum, eins og pedala sokka til að koma í veg fyrir að pedalar rekist í önnur hjól, hillu fyrir hleðslutæki og vegg akkeri til að læsa hjólinu þínu við.