Þrír valmöguleikar um drifbúnað
Veldu mismunandi týpu eftir því hvernig drifbúnað þú vilt á hjólinu þínu.
Muga 10: Belti + Sjálfskipting
Muga 10 kemur með belti til að lágmarka viðhald og sjálfskiptingu sem er fullkomin fyrir byrjendur og þau sem vilja ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að skipta um gír á réttum tíma
Muga 20: Keðja + Rafmagnsskiptir
Muga 20 kemur með keðju og rafmagnsskipti sem gefur þér hraða og nákvæma skiptingu í hvert einasta skipti
Muga 30: Keðja + Afturskiptir
Muga 30 kemur með keðju og venjulegum afturskipti
Batterí valmöguleikar
Veldu á milli tveggja stærða af innbyggðu batteríi. 600 Wh batterí fyrir þau sem vilja léttara hjól, 750 Wh fyrir þau sem vilja drífa lengra. Einnig er hægt að panta með hjólinu auka utanáliggjandi batterí fyrir þau sem vilja drífa enn lengra.
600 Wh
750 Wh
Bögglaberi
Hjólið kemur með MIK bögglabera sem tekur allt að 30 kg. MIK kerfið býður upp á að festa mikinn fjölda af aukahlutum við bögglaberann með fljótlegum hætti t.d. barnasæti eða hliðartösku
Bretti
Hjólið kemur með brettum sérstaklega hönnuð til að vera hljóðlát og fyrir breið dekk
Bögglaberi að framan
Hægt er að panta hjólið með bögglabera að framan sem tekur allt að 10 kg fyrir þau sem vilja enn meiri burðargetu
SP Connect símafesting
Hjólið kemur með SP Connect símafestingu svo þú getur haft leiðarvísi, séð stöðuna á batteríinu eða fylgst með hraðanum allt í gegnum Bosch appið. Einnig er USB-C hleðsluport í stýrinu svo þú getir hlaðið símann þinn á ferðinni.
Innbyggður standari
Með hjólinu kemur flottur innbyggður standari sem er hannaður til að vera ekki fyrir þegar þú ert að hjóla á hjólinu og kemur með sterkum gormum til að koma í veg fyrir að hann sé að hristast og skapa hljóð þegar þú ert að hjóla á slóðum utanvegar.
Breið dekk
Muga hjólin koma með breiðum dekkjum með góðu gripi til að ýta undir öruggan og stöðugan hjólatúr.
Innbyggður afturdempari
Afturdemparinn á Muga hjólunum er innbyggður til að halda honum hreinum sem lágmarkar viðhaldi á honum
Festipunktar fyrir aukahluti
Hjólið kemur með tveimur festipunktum þar sem þú getur meðal annars valið að hafa lás, brúsa, auka utanáliggjandi batterí svo eitthvað sé nefnt
Styður hjólavagna
Ef þú vilt draga hjólavagna þá styður bæði Muga 20 og Muga 30 týpurnar alla helstu hjólavagna framleiðendurna