
100 mm fjöðrun
Kemen Adv hjólin koma með 100 mm fjöðrun að framan og breiðum dekkjum sem gerir það frábært til að hjóla utanvegar

Bretti
Hjólið kemur með brettum sérstaklega hönnuð til að vera hljóðlát og fyrir breið dekk

MIK Bögglaberi fyrir 30kg
Hjólið kemur með MIK bögglabera sem tekur allt að 30 kg. MIK kerfið býður upp á að festa mikinn fjölda af aukahlutum við bögglaberann með fljótlegum hætti t.d. barnasæti eða hliðartösku

Símafesting og USB-C
Hjólið kemur með símafestingu fyrir SP Connect og Quadlock símahulstur, sem er hentugt ef þú vilt nota símann þinn til að sjá hraða og leiðina sem þú ert að fara. Einnig er USB-C hleðsluport til að geta hlaðið símann þinn á ferð

Barnasæti
Smelltu MIK barnasæti auðveldlega á þegar þú ert að fara í hjólatúr með barnið þitt, og kipptu því auðveldlega af þegar þú ert búinn. Hjólið styður líka við alla helstu hjólavagna í eftirdragi

Standari
Innbyggður standari kemur með hjólinu

Dropper sætispípa
Hjólið er fáanlegt með dropper sætispípu sem er frábær þegar maður fer niður krefjandi brekkur, en einnig mjög þæginleg til að komast upp á full lestað hjól og til að deila hjólinu með öðrum

Bögglaberi að framan
Hægt er að panta hjólið með bögglabera að framan sem tekur allt að 10 kg fyrir þau sem vilja enn meiri burðargetu

Festingar fyrir hringlás
Hjólið kemur með festipunktum fyrir hringlás fyrir þau sem vilja hafa lás fastan við hjólið og geta læst hjólinu hratt og auðveldlega

Stöðuljós
Hjólið kemur með innbyggðu stöðuljósi í stellinu sem gerir þig sýnilegan frá hliðunum

Ljóskastari að framan
Hjólið kemur með innbyggðum ljós kastara í stýrinu, hægt er að uppfæra hann í enn kröftugra ljós og hafa þá valmöguleika á milli há og lág stillingu

Afturljós
Hjólið kemur með innbyggðu afturljósi á brettinu, sem verður skærara eftir því sem þú bremsar til að láta aðra vita að þú sért að hægja á þér