Spurt og svarað

Hvað er innifalið í verði?

Öll verð á reiðhjólum innihalda vsk, flutning, samsetningu og afhendingu heim að dyrum innan höfuðborgarsvæðis. Aðrar vörur innihalda vsk auk flutnings, nema annað sé tekið fram.

Hvað er MyO?

MyO er hönnunarforrit Orbea sem gerir þér kleift að velja liti, aukahluti og setja nafnið þitt á hjólið. Þessi valmöguleiki er í boði fyrir fjölda carbon hjóla án auka kostnaðar. Prófaðu að hanna draumahjólið þitt með því að smella hér!

Hvernig panta ég hjól?

Þegar þú hefur fundið eða hannað draumahjólið og reiknað út stærð á stelli  þá getur þú lagt inn pöntun annaðhvort beint í gegnum messenger hnappinn á síðunni eða í gegnum pöntunar formið. Þegar fyrirspurn berst, athugum við lagerstöðu framleiðanda og gefum þér upp afhendingartíma. Þegar greiðsla er frágengin, pöntum við hjólið af lager eða látum framleiða það sérstaklega. Stök hjól eru send með DHL Express til Íslands sett saman og afhent heim að dyrum.

Hvernig virkar forpöntun?

Forpöntun er opin í stuttan tíma í lok hvers sumars. Þar bjóðum við upp á næsta árs módel af hjólum á sérstökum forpöntunar afslætti gegn biðtíma. Hjól birtast á síðunni okkar jafnóðum og Orbea birtir nýja módelið hjá sér en þó ber að hafa í huga að öll hjól og búnaður frá Orbea eru í boði í forpöntun (Hafðu samband ef hjólið sem þig langar í er ekki búið að birtast). Einnig eru allar uppfærslur sem eru sjáanlegar á Orbea.com í boði bæði í MyO og á venjulegum hjólum. Slíkar uppfærslur geta t.d. verið:

- Uppfærslur á aukahlutum (getur kostað)
- Lengd á stamma (frítt)
- Lengd á sveif (frítt)
- Breidd á stýri (frítt)

Þegar stærð á hjóli hefur verið ákveðin þá er pöntun lögð inn annaðhvort gegnum síðuna okkar eða beint í samtali við okkur á messenger (Stóri blái hnappurinn niðri í hægra horninu á ofsi.is) og reikningur fyrir 40% óafturkræfri millifærslu framkvæmd. Þegar millifærsla berst er hjólið pantað. Seinni 60% eru rukkuð um það leyti sem að hjólin eru send af stað frá framleiðanda til landsins sem er um það bil mánuði fyrir afhendingu hjólsins. Hjólin eru tekin sjóleiðina heim til íslands og sett saman yfir 1-2 vikur og afhent heim að dyrum jafnóðum eftir þeirri röð sem pantanir bárust.

Hvernig reikna ég stærð á stelli?

Undir hverju hjóli má bæði finna stærðartöflu og hlekk á sérstaka Orbea reiknivél sem gerir þér leyft að reikna út þín stærð út frá hæð og klofhæð. Ekki hika við að heyra í okkur ef þú ert í einhverjum vafa varðandi stærðir.

Eruð þið með verkstæði?

Við sjáum fyrir okkur að opna verkstæði í náinni framtíð en að svo stöddu látum við nægja að eiga varahlutalager fyrir sér Orbea framleidda varahluti. Að öðru leyti eru Orbea hjólin með sömu íhluti og flest önnur hjól og eru því gjaldgeng inn á hvaða reiðhjólaverkstæði sem er. Ekki hika við að senda okkur fyrirspurn með viðgerð!

Hvernig virka ábyrgðarmál?

Lífstíðarábyrgð fylgir öllum Orbea stellum og 2 ára ábyrgð af öðru sem telst ekki til slits. Ofsi hjól er milliliður í öllum ábyrgðarmálum tengdum Orbea og Orca. Við sækjum ábyrgðina út til framleiðanda og lögum hjólið þitt eða skiptum út vörunni. Frekar upplýsingar má finna hér í skilmálum Ofsa.

Hver er afhendingar tíminn á hjólum?

Hjól af lagernum okkar eru sett saman og afhent innan höfuðborgarsvæðisins á 1-4 dögum. Ef um pöntun á hjóli er að ræða, þá er afhendingartími 5-7 virkir dagar ef hjólið er til á lager hjá framleiðanda en allt að 2-3 mánuðir ef það þarf að framleiða hjólið sérstaklega.

Er hægt að skila vöru?

Viðskiptavinur getur hætt við kaup á vörunni frá því pöntun er gerð og getur auk þess skilað henni innan 14 daga frá því að varan er afhent. Einungis er tekið við skilavöru ef varan er ónotuð og með öllum merkjum. Athugið að sérstök ákvæði gilda um pantanir á hjólum sem hafa verið sérsniðin að kúnna. Nánari upplýsingar má finna hér í skilmálum Ofsa.

Sendið þið vörur út á land?

Við bjóðum upp á að setja saman hjól og endurpakka því fyrir flutning út á land. Flutningur frá Reykjavík er á kostnað kaupanda.

Product photo
close

Við erum alltaf á vaktinni, sendu okkur skilaboð!

close