Orbea
RISE H10
- Verð
- 1.059.900 kr
- Verð
-
0 kr - Tilboð
- 1.059.900 kr
- Einingarverð
- fyrir
Gat ekki hlaðað inn afhendingarmöguleika
Eitt léttasta full dempaða rafmagns fjallahjól í heimi (16.25kg í léttustu útfærslu). Fáanlegt með 140mm eða 150mm fjöðrun að framan og aftan. Hjólið er knúið áfram af Shimano EP8-RS sem er af nýjustu kynslóð rafmótara. Hann er fisléttur og öflugur með 60nm drifkrafti og 360Wh rafhlöðu sem er hægt að stækka í 612Wh.
Mótorinn og batterýið er mun léttara en það sem finnst í hefðbundnum rafmagnsfjallahjólum sem hjálpar við að láta batterýið endast lengur, en hjólið endist í allt að 4 klukkustundir og er svipað eins og 540Wh á hefðbundnum rafmagnsfjallahjólum. Með auka 252Wh rafhlöðu sem er hægt að kaupa sér er hægt að fá allt að 8klst drægni og yfir 4000m af klifri á ECO stillingunni.
Þetta hjól er sérstillt til þess að gefa þér mesta aðstoð þegar þú ert að setja sem mestan kraft í hjólið og er þetta því rafmagnshjól sem að sönnu styður við upplifunina, frekar en að yfirtaka hana.


